Kim Kardashian á það til að ,,fótósjoppa” myndir af sér áður en hún smellir þeim inn á helstu samfélagsmiðla. Myndvinnslan er kannski ekki alltaf upp á tíu, eins og Mirror greindi frá á dögunum.
Sjá einnig: Kim Kardashian birti óvart ,,ófótósjoppaða“ mynd af sér
Á þessari mynd þykir líklegt að Kim hafi verið að eiga við mittið á sér – hurðin sem sést í bakgrunni bjagaðist eitthvað við myndvinnsluna.
Þessi mynd vakti mikla athygli á sínum tíma en það er eins og það vanti á Kim aðra höndina.
Myndina í speglinum tók Kim sjálf, hin myndin er tekin af ljósmyndara stuttu síðar. Mittið á Kim er talsvert mjórra á myndinni sem hún tók sjálf.
Eitthvað hefur Kim fiktað við mittið á sér á myndinni sem er til vinstri.