Portúgalski listamaðurinn Isaque Arêas tók sig til og teiknaði þekktustu prinsessurnar úr Disney teiknimyndum eins og þær kæmu til með að líta út í dag – hefðu þær elst ár frá ári eins og við hin.
Sjá einnig: Disney prinsessur án farða
Hafmeyjan Ariel var 16 ára þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1989. Hún væri 42 ára gömul í dag.
Mulan væri 33 ára.
Pocahontas væri 38 ára.
Jasmín væri einnig 38 ára.
Fríða væri orðin 41 árs.
Þyrnirós væri 72 ára.
Öskubuska væri 84 ára.
Mjallhvít væri aldursforsetinn í hópnum, eða 92 ára.