Ung bresk kona að nafninu Charlie Edge (22) settist fyrir utan alþingishúsið Westminister til þess að mótmæla ráðagerðum þingsins um að skattleggja hreinlætisvörur, svo sem túrtappa og dömubindi, sem lúxusvöru.
Sjá einnig: Allt fyrir málstaðinn – Kona hleypur maraþon á blæðingum (án túrtappa)
Hún ákvað að fara ásamt tveimur vinkonum sínum í hvítum buxum og án túrtappa til þess að rökstyðja mótmæli sín. Hún segir einnig að ef fólki finnst þetta vera ógeðfellt, þá ætti það að vera nóg til þess að þingið endurskoði ákvörðun sína. Charlie segir að þó að hún hafi farið til að vekja athygli á málinu, þá eru mun fleiri sem eru þessarar skoðunar og því brýnt að einhver taki af skarið og láti almennilega í sér heyra.
Charlie Edge: Þessi brekska kona tók af skarið og mótmælti fyrir utan alþingishúsið Westminister á fremur eftirtektaverðan máta.
Sjá einnig: Ó elsku menn: Dömubindi og túrtappar með augum karlmanna
Mótmælin fóru ekki framhjá mörgum, þar sem stúlkurnar klæddust hvítum buxum til að gjörningur þeirra myndi vekja meiri athygli.
Sjá einnig: Dömubindi eða tíðatappa?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.