Victoria Beckham (41) gat ekki leynt brosi sínu þegar hún tók á móti verðlaunum frá syni sínum á Glamour Women of the Year Awards.
Sjá einnig: Victoria Beckham lætur fjarlægja húðflúr tileinkað David Beckham
Sonur hennar, fyrirsætan Brooklyn Beckham (16), afhenti henni verðlaun fyrir Fashion Force, eða fyrir að vera kraftmikil í tískuheiminum.
Kát: Victoria leyndi ekki gleði sinni þegar hún tók við verðlaununum frá syni sínum.
Sjá einnig: Victoria Beckham færir út kvíarnar í tískubransanum
Stolt móðir: Victoria faðmaði son sinn þegar hann afhenti henni verðlaunin. Hún sagði einnig frá því í viðtali, sem tekið var við hana nýverið, hversu stolt hún væri af syni sínum, þar sem hann prýddi nýlega forsíðu tímaritsins Vogue.
Sjá einnig: Victoria Beckham: Þykir ekki bera aldurinn nægilega vel og fær skelfilega útreið í erlendum slúðurmiðlum
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.