Nú er spurning hvort hárgreiðslustofur landsins fari að taka að sér þessa litaaðferð. Aðferðin kallast Fluid Hair Painting á ensku en við kjósum að kalla það fljótandi háralitun á íslensku.
Sjá einnig: Háralitur og augnabrúnir – Kúnstin að tóna litina saman
Ekki hefur mikið borið á slíkum háralitunum á Íslandi, en hefur þessi aðferð farið eins og eldur um sinu í samfélagsmiðlum að undanförnu, svo nú er bara spurning hvað hárgreiðslustofur landsins taka til bragðs.
Hárið er lagt á borðplötu eða á flatt undirlag, skipt niður í hluta og penslað að vild. Sumir myndu kjósa litadýrð en aðrir náttúrulega liti.
Sjá einnig: Skalli karla (og kvenna) – góð ráð
Litagleði: Hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og framkvæma dásamlega litríkt hár án klaufalegra litaskila með þessari aðferð.
Sjá einnig:Brjálað hár með Crazy Color
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.