Við höfum allar heyrt um sléttunarburstann frá BSV netverslun, sem bókstaflega allir eru að tala um hér á landi í dag. Við urðum auðvitað forvitnar hér á ritstjórninni og ákváðum að verða okkur út um svona græju. Mikil spenna var hjá öllum konum í fyrirtækinu þegar burstinn kom á svæðið og við fórum strax að prófa.
Þetta tók ekki langan tíma og við vorum allar ótrúlega hissa að sjá hversu vel þetta virkaði. Algjört æði og hverrar krónu virði. Þetta tekur mun skemmri tíma en að nota sléttujárn og er einstaklega þægilegt í notkun.
Þess má til gamans geta að burstinn er á Hópkaupstilboði og um að gera að nýta sér það.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.