Það getur verið voðalega notalegt að gera sér örlítinn dagamun svona á fimmtudögum. Alveg að koma helgi og allir í talsvert betra skapi en þeir voru í á mánudaginn, ekki rétt? Við mælum með því að þú hóir í vinkonurnar, vinina, saumaklúbbinn eða kórfélagana og skellir þér á Tiki Thursday á hinum stórskemmtilega veitingastað, Public House, sem staðsettur er á Laugavegi 24.
Sjá einnig: Public House Gastropub á Laugaveginum: Veisla fyrir bragðlaukana
Public House er fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að setja Tiki Thursday´s á dagskrá og verða þeir framvegis alla fimmtudaga, frá klukkan 16:00-01:00. Það verður suðræn sólarlandastemning í loftinu og allir Tiki kokteilar verða á einungis 1.990 krónur. Tiki Thursday´s sækja innblástur sinn til Hawaii, Pólynesíu og Kyrrahafsins. Sagan segir að Tiki barir hafi orðið vinsælir í Ameríku eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk og það fór að spyrjast út hversu fallegar eyjur væru í Kyrrahafinu.
Það er því um að gera að smella sér á Public House í kvöld og upplifa nýja og skemmtilega stemningu. Hvað er svo sem betra en suðrænn og seiðandi kokteill þegar vinnuvikan er alveg að verða búin?