Nú hefur hún engin mörk!
Stuttur dálkur var birtur um söngstirnið í V Magazine sem er kallaður “Diary of a Dirty Hippie”. Þar er talað um það sem dragdrottning ræddi um varðandi að Miley hafi verið með dragdrottningar á sviðinu þegar hún kom fram á VMAs. Einnig er þar mynd af Miley naktri á viðburðinum.
Sjá einnig: Miley Cyrus hneykslaði á góðgerðarsamkomu
Miley hefur undanfarið verið þekkt fyrir að vera með ögrandi og vægast sagt sérstaka sviðsframkomu, framkomu og almennt útlit. Hún hefur klippt af sér allt hárið, sýnt á sér geirvörturnar, litað á sér hárin í handakrikunum og hefur skipulagt tónleika þar sem allir koma til með að vera naktir.
Stelpan er mikil jafnréttismanneskja og hefur mikið verið að berjast fyrir réttindum ungs fólks, sérstaklega þeim sem þurfa að takast á við mótlæi í samfélaginu.
Sjá einnig: Miley Cyrus dælir nektarmyndum inn á Instagram
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.