Margt getur haft áhrif á húð þína og valdið hrukkum, exemi og ofnæmi. Húðin okkar er stærsta líffæri okkar og við verðum að huga vel að henni.
Sjá einnig: Fæðutegundir sem hraða fyrir öldrun húðar og líkama
Getnaðarvarnarpillan: Pillan getur haft áhrif á húð okkar vegna þess að hún inniheldur hormóna. Þessir hormónar geta valdið stífluðum svitaholum og þar með bólum ásamt því að geta valdið litabreytingum í húðinni.
Sjá einnig: 6 venjulegir hlutir sem auka líkur á brjóstakrabbameini
Meðganga: Hormónarnir í líkamanum breytast mikið á meðgöngu og sumar konur geta upplifað miklar breytingar á húðinni. Meðgangan getur einnig valdið litabreytingum eða dökkum blettum á húðinni.
Áfengi: Skemmir húðina mikið og veldur þurrki í húðinni, roða, hrukkum og háræðasliti.
Of mikil sól og ljósabekkir: Ljósabekkir valda ekki bara húðkrabbameini, heldur getur líka valdið bólum, sárum og smitað þig af vörtum. Alltaf skaltu bera á þig sólarvörn áður en þú ferð út í sólina eða í ljósabekki.
Lyf: Geta valdið mörgum breytingum í húðinni. Geðlyf og sýklalyf, sem innihalda súlfat eða gervisætu geta gert þig viðkvæmari fyrir sólinni og í húðinni almennt. Yfirleitt hverfa þessi einkenni þegar þú hættir að taka inn lyfin.
Mengað loft: Ef húð þín er mikið í menguðu lofti, getur hún þornað upp, fengið á sig djúpar hrukkur og dökkir blettir og litabreytingar eða dökkir blettir geta látið sjá sig.
Sjá einnig: Loftmengun helsta orsök krabbameins í lungum og blöðruhálskirtli
Fæðutegundir: Sumar fæðutegundir innihalda efni sem geta valdið húðnæmni og bólgu við það að vera í sólinni. Steinselja, sellerí og fíkjur geta valdið þessum viðbrögðum í húðinni.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.