Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian ræddi ástand eiginmanns síns, Lamar Odom, í útvarpsþætti Ryan Seacrest á dögunum. Khloe útskýrði fyrir Ryan að Lamar Odom væri á batavegi en hann ætti þó langt eftir í land. Að sögn Khloe á það eftir að taka að minnsta kosti ár fyrir Lamar að ná aftur heilsu.
Sjá einnig: Khloe er óhuggandi: Lamar fannst meðvitundarlaus í vændishúsi
Við göngum ekki að neinu vísu og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Læknarnir eru bjartsýnir á framhaldið en auðvitað getur enginn sagt alveg til um það. Við tökum bara einn dag í einu og Lamar verður að vera tilbúinn til þess að leggja mikið á sig, ætli hann sér að ná bata. Þetta er mikil áskorun fyrir Lamar en ég hef fulla trú á honum.