Ert þú með vítamínskort?

Mörg okkar eru með vítamínskort af einhverju tagi og getur það haft alvarleg áhrif á heilsu okkar.

Sjá einnig: Hvað er blóðleysi vegna skorts á B12 vítamíni?

Vitamin-D1

D-vitamín er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Talið er að um helmingur okkar fái D vítamínskort á einhverjum tímapunkti. D vítamínskortur getur valdið astma í börnum, aukinni hættu á hjartasjúkdómum, andlegum veikindum og jafnvel krabbameini. D vítamínskortur er algengur hjá fólki sem innbyrðir ekki mjólkurvörur, hjá grænmetisætum og hjá þeim sem búa við mikið myrkur.

vitamin-K

K2 vítamín er mikilvægt til þess að viðhalda styrk beina okkar, fyrir vefja endurnýjun, fyrir frumurnar okkar og fyrir heilbrigðar meðgöngur. Merki þess að þú hafir K2 skort eru miklar blæðingar, blæðing úr tannholdi, blæðingar úr meltingarvegi og heilablæðingar, sem eru allt alvarleg einkenni.

Sjá einnig: Tengsl milli D-vítamín skorts og fótaóeirðar.

sources_of_magnesium-compressed

Magnesíum er algengasta steinefnið í líkama okkar, en um leið skortir marga efnið. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir okkar á marga vegu, því ef skortur er á því, eigu við hættu á því að fá krampa, kvíða, óreglulegan hjartslátt og flog.

Vitamin-B12

Sjá einnig: Þú færð magnesíum úr þessum fæðutegundum – Myndir

B12 vítamín er vítamínið sem gefur okkur kraft. Líkami okkar þarf það til þess að mynda litninga, fyrir blóðframleiðslu og myndun mýli, sem er prótein sem verndar taugar. Við fáum B12 aðallega með því að borða kjöt og mjólkurvörur, en skortur á því getur valdið minnisleysi, andlegri þoku, skapsveiflum, sinnuleysi, þreytu og doða í höndum og fótum

vitamin-e

E vítamín er nauðsynlegt fyrir heila þinn. Það getur einnig komið kólestrólinu á rétt ról og jafnað út skemmdir af sindurefnum. Skortur á því getur valdið vitsmunaskerðingu og er það því sérstaklega gott fyrir eldra fólk.

avitamin

A vítamín er mikilvægt til að viðhalda heilbrigðum tönnum, beinum, sjón og frumum. Það er nauðsynlegt til að halda ónæmiskerfinu heilbrigðu og fyrir hormóna sem stjórna genum. A vítamín og D vítamín vinna vel saman og rannsóknir hafa sýnt fram á að A vítamín getur haft eitrandi áhrif án D vítamíns. Einkenni skortsins eru náttblinda hjá fullorðnum og vaxtarhömlun hjá börnum.

SHARE