7 atriði sem benda til þess að þú sért dramadrottning

Konur eru ekki bara dramadrottningar þó svo nafnið bendi til þess. Margir karlmenn eru hádramatískir en myndu að sjálfsögðu ekki viðurkenna það.

Hér eru nokkur dæmi um það sem einkennir dramadrottningar

1. Þú upplifir hættuástand þar sem engin hætta er á ferðum

Dramadrottningar eiga það til að upplifa að mikil hætta sé á ferðum þó það séu engar líkur á því að neitt hættulegt sé að fara að gerast. Til dæmis ef veðurspáin er ekki góð þá fer dramadrottningin að sjá fyrir sér hamfarir engum öðrum líkum. Fer meira að segja að ímynda sér að hún þurfi að byrgja sig upp af mat því hún geti ekki farið út úr húsi næstu daga.

2. Þú gerir hluti sem eru ekki persónulegir, persónulega

Ef þú tekur allt sem vinir, fjölskylda og samstarfsfélagar segja við þig, persónulega, þá er það gott merki um að þú sért dramadrottning. Jafnvel þó að okkar nánustu geti stundum verið þeir sem særa okkur meira en aðrir þá er það undir okkur komið hversu djúpt við látum þetta rista og hversu lengi við ætlum að dvelja við þau orð og hugsa um þau. Það þarf ekki að vera að það sem sagt var hafi verið meint á nokkurn persónulegan hátt né á versta hugsanlega veg.

3. Þú reynir að stjórna hlutum sem þú hefur ekkert með að gera

Finnst þér eins og þú eigir að stjórna hverju einasta smáatriði í lífi þínu, maka þíns, og jafnvel bestu vina? Finnst þér þú eigir að fá að stjórna fundum í vinnunni, þrátt fyrir að vera ekki yfirmaður? Hefurðu hugsað „Ef þau bara myndu hlusta á mig…“? Þá ertu klárlega dramadrottning.

4. Þér finnst fólk fara illa með þig og misnota sér góðmennsku þína

Þú vilt skipta þér af öllu og taka þátt í lífi fólks en samt eftir á, þá finnst þér fólk hafi verið að nota þig.

5. Það þyrmir auðveldlega yfir þig

Ef þú grætur út af litlum ástæðum og gerir mikið mál úr þeim þá ertu að búa til drama. Að sjálfsögðu á það stundum rétt á sér en hjá dramadrottningum gerist þetta alltof oft.

6. Tekur á þig alltof mikla ábyrgð á hamingju annarra

Þig langar mikið til þess að vera sólargeislinn í lífi fólks. Þú leyfir fólki að gráta á öxl þinni og eftir á þá áttu enga orku eftir fyrir sjálfa/n þig.

7. Þú hefur miklar áhyggjur af útlitinu

Auðvitað á maður að hugsa um útlit sitt en dramadrottningar hafa aðeins of miklar áhyggjur af því. Dramadrottningar hafa stanslaust að leiðarljósi að hafa neglurnar sínar í lagi, hárið og andlitið. Það skal aldrei koma í ljós að þær hafi nokkra „galla“.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here