Á þessum mynudm má sjá hvernig 100 kaloríur líta út. Þetta er kannski svolítið niðurdrepandi myndefni svona á sunnudegi, þegar manni langar bara að liggja í sófanum með súkkulaðislefu í munnvikinu. En áhugavert er þetta engu að síður.
Sjá einnig: Hvað er kaloría? hérna sérðu hvernig 200 þeirra líta út – Myndband
Sjón er sögu ríkari:
Rúmlega hálft glas af kóki telur 100 kaloríur.
85 gr af bláberjamuffins eru 100 kaloríur – þetta rétt sleppur sem munnbiti.
Ein væn skeið af súkkulaðiís.
Rétt rúmlega fjórar brasilíuhnetur.
Lítil flís af brauði og eitt soðið egg.
Sex og hálfur sykurpúði.
Það þýðir lítið að ætla að drekkja sorgum sínum þegar maður er í megrun. Lítið bjórglas er heilar 100 kaloríur.
Ein stöng af Twix-i.
Ein matskeið af hnetusmjöri (brauðið telst ekki með).
Átta litlar gulrætur og matskeið af salsasósu.
Ein og hálf beikonsneið.
Fimm valhnetur.
Átta apríkósur.
Hálft KitKat (þá borðar maður nú Twix-ið frekar).
125 ml af víni.