Anna Paquin (33) var kölluð feit eftir að hún kom fram á rauða dreglinum nýverið, þegar var verið að frumsýna The Good Dinosaur. Leikkonan er orðin dökkhærð og klæddist fallegum blómlegum kjól.
Hún og maður hennar, Stephen Moyer, eiga saman tvíbura og geisluðu af heilbrigði.
Sjá einnig: Khloe Kardashian: „Ég var alltaf feita systirin“
Þegar hún varð vör við það að fólk var að kalla hana feita á samfélagsmiðlum setti hún þessa færslu inn á Twitter:
Fun fact: Wearing a dress that is not skintight=Pregnant/invites people 2 call u fat. I’m neither so thanks 4 that pic.twitter.com/TZ960m8pPk
— Anna Paquin (@AnnaPaquin) November 18, 2015
Okkur finnst hún bara stórglæsileg! Þarna og alla daga!