Konan mín grætur útaf öllu

Maður nokkur sagðist eiga konu sem væri alltaf grátandi. Hann hóf að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að hún væri að gráta:

NuhsgPV

 

Þýðing: 

Ástæður þess að konan mín fer að gráta:

 

Hún komst að því að svanir geta verið samkynhneigðir og fannst það frábært

Hún var þunn og sá mynd af grís

Ég beið þangað til að orðið var dimmt og þóttist þá vera Babadook

Loðna kanínan slapp úr klóm refsins í heimildarmynd

Það var ekkert kex til í húsinu

Hún mundi eftir því að svanir geta verið samkynhneigðir

Ég reyndi að halda í höndina hennar þegar hún átti ekki von á því

Ég eldaði fyrir hana eftir langan dag

Hún horfði á myndband um hund

SHARE