Hin einhleypa Kourtney Kardashian mætti ásamt fríðu föruneyti á American Music Awards á sunnudagskvöldið og skellti sér að sjálfsögðu í eftirpartí að lokinni verðlaunaafhendingu. Eftirpartíð fór fram á The Nice Guy Club í Los Angeles og hafa slúðurmiðlar birt myndir af því þegar Corey Gamble, unnusti Kris Jenner, þurfti að fylgja Kourtney út af næturklúbbnum um nóttina. Orðrómur þess efnis að Kourtney hafi jafnvel gengið aðeins of hratt inn um gleðinnar dyr hefur verið á kreiki….
Sjá einnig: Fóru Kourtney Kardashian og Justin Bieber saman heim?
…en höfum við nú ekki mörg hver gert það?
Corey fylgdi Kourntey út af næturklúbbnum.
Eins reyndi hann að koma í veg fyrir myndatökur.
Komin út í bíl: Corey passaði að Kourtney færi beinustu leið heim.