Coco Austin, eiginkona rapparans og leikarans Ice-T, er nú gengin 37 vikur með þeirra fyrsta barn. Coco fagnaði áfanganum auðvitað með því að smella einni bumbumynd inn á Instagram.
Coco bíður spennt eftir erfingjanum og bloggar á meðan hún bíður – áhugasamir geta fylgst með henni hérna. Þegar barnið er komið í heiminn ætlar Coco sér svo að vera dugleg að skrifa færslur um móðurhlutverkið þannig að það er um að gera að skella henni bookmarks.