Spjallþáttastjórnandinn Ellen Degeneres fékk Bruno Mars aðdáandann, Kai, til að kíkja í heimsókn í þáttinn sinn á dögunum.
Sjá einnig: Justin Bieber þykist vera öryggisvörður hjá Ellen
Kai kom fyrst í þáttinn þegar hann var fjögurra ára þar sem hann var mikill Bruno Mars aðdáandi en í það skipti söng Kai lag eftir söngvarann fyrir gesti þáttarins.
Sjá einnig: Ellen gefur henni bíl og meira til …(Varúð, þú ferð að skæla)
Tvö ár eru liðin síðan þá en í dag er Kai byrjaður í grunnskóla og virðist líka afar vel við kennarann sinn ungfrú Nesbit. Kai sagði Ellen að ungrú Nesbit gæfi honum og bekkjarsystkinum sínum öll svörin á prófunum og að hún væri auðveld. Ellen var ekki sátt með kennarann og bað hana vinsamlegast að hætta.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.