Stórleikarinn Val Kilmer (56) er að berjast við krabbamein í hálsi. Þrátt fyrir fyrirmæli lækna um að fara í lyfjameðferð kýs hann að fara ekki í slíka meðferð og heimildir segja að hasarleikarinn ætli sér að þjálfa mál sitt upp aftur og fara í hugleiðslur til að lækna sig.
Sjá einnig: Af hverju áttu að hætta að reykja?
Val vann sér fyrst til frægðar um 1984 þar sem hann lék í kvikmyndinni Top Secret og hefur hann síðan leikið í fjöldan öllum af stórmyndum á borð við Top Gun, Batman Forever, The Saint og nú síðast í The Salton Sea (2002).
Sjá einnig:Átta einkenni sem geta verið merki um krabbamein hjá körlum
Val Kilmer er að berjast við krabbamein í hálsi en hann hefur afþakkað læknismeðferð og ætlar sér að sigrast á meininu sjálfur.
Sjá einnig: Munntóbakið veldur hrinu krabbameina
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.