Sandra Bullock ættleiðir annað barn

Sandra Bullock hefur staðfest að hún hafi ættleitt annað barn. Leikkonan hefur tekið að sér rúmlega  þriggja ára gamla stúlku sem heitir Laila og segir Sandra að það sé ekki nokkur efi í hennar huga um að Laila litla eigi að vera með þeim.

Sjá einnig: Sandra Bullock er fallegasta kona í heimi að mati People

Sandra (51)  byrjaði nýlega í sambandi með ljósmyndaranum Bryan Randall (49) og segir hún að hann muni fljótlega koma til með að flytja inn á heimili hennar í Beverly Hills.

Hún hefur áður verið spurð hvort að hún stefni að því að ættleiða annað barn en hefur alltaf neitað því. Í október á þessu ári sögðu heimildir að hún væri með annað barn í fóstri, en hefur nú verið staðfest að Laila sé orðin lögleg dóttir hennar. Einnig segir hún að henni hafi fundist þörf á því að sonur hennar Louis (5) fengi systkini.

Sjá einnig: 10 konur sem eru eldri en þig grunar

2CAA139D00000578-3256718-image-a-61_1443725912442

Sandra ásamt kærasta sínum, ljósmyndaranum Bryan Randall.

2CC4E12200000578-3256718-Former_couple_Jesse_James_was_at_Sandra_s_side_when_she_won_an_O-m-79_1443727851325

2CFC417C00000578-3256718-image-a-60_1443725822961

Sjá einnig: Hrollvekjandi símtal Söndru Bullock í neyðarlínuna

People magazine Sandra Bullock cover  December 14 2015
People magazine Sandra Bullock cover
December 14 2015
SHARE