Allir geta gert eitthvað!

Góðgerðarfélagið Gefðu gjöf sem yljar er hefur það að markmiði að gleðja þá sem dveljast á geðdeildum, sambýlum eða öðrum búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða á jólum og öðrum hátíðum.

 WP_20141202_17_57_49_Pro

Erla Kristinsdottir er formaður samtakanna:

„Á gamlárskvöld 2012 setti ég mér það áramótaheit að allir þeir sem myndu dvelja á geðdeild um jólin 2013 fengju jólagjöf. Kveikjan var pistill eftir Erlu Hlynsdóttur blaðamann um þá lífsreynslu að vinna á geðdeild á aðfangadagskvöld. 

Sjá einnig: Heimatilbúnar jólagjafir – fimm hugmyndir

Litla systir mín hefur þurft að nýta sér þjónustu Klepps og því átti ég auðvelt með að tengja við þær aðstæður sem nafna mín lýsir í pistlinum. 

WP_20141202_18_33_08_Pro

Verkefnið fór fram úr mínum björtustu vonum og voru gefnar um 250-300 gjafir sem ylja á geðdeildir í Reykjavík og á Akureyri, á sambýli fyrir geðfatlaða og í athvörf fyrir heimilislausa. Tæplega 400 gjafir söfnuðust fyrir jólin í fyrra og dæmi eru um að fólk hafi ekki fengið neina jólagjöf nema í gegn um þetta verkefni,“ segir Erla.

 

Einkunnarorð samtakanna eru: Það getur enginn gert allt en það geta allir gert eitthvað

 WP_20141202_17_54_31_Pro

Þetta fer þannig fram að þú kaupir gjöf af gjafalistanum á Facebook og kemur henni til skila til næsta móttökuaðila. Tekið er við gjöfum á 4 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og 6 stöðum á landsbyggðinni. Ef enginn tekur á móti gjöfum í þínu nærumhverfi er hægt að senda gjafir til okkar með pósti.

Sjá einnig: Njósnar um eigin aðdáendur og birtist með gjafir

Gjafirnar sem eru á listanum eru t.d. eftirfarandi:

• Rúmföt• Náttföt og nærföt• Snyrtivörur (ss. snyrtitösku, hárbursta, handáburð, fótaáburð, krem, sjampó, helst ekki með miklum ilmi) • Fatnaður• Handklæði• Geisladiskar• Mjúkir inniskór• Treflar, vettlingar, sokkar og húfur• Leikhúsmiðar, tónleikamiðar og bíómiðar• DVD diskar, spil, bækur og önnur afþreying

 

Allar helstu upplýsingar um söfnunina í ár og hvernig hægt er að koma gjöfum til skila

  

SHARE