Eru fyrstu jólin eftir skilnað?

Fyrir suma getur veðið erfitt að hugsa sér að ganga í gegnum þettan hátíðarmánuð í fyrsta skiptið ein/n eða eftir skilnað. Minningarnar um jólin eins og þau voru þegar þau voru góð, kveikja vanlíðan og þér finnst jafnvel allt vera ömurlegt. Þig fer að kvíða fyrir að upplifa jólin án maka þíns og lítil sem engin gleði er í þínu koti.

Sjá einnig: Án jákvæðra hugsana er engin vellíðan

christmas-alone-380x253

Það eru þó nokkur atriði sem þú ættir gera fyrir sjálfan/n þig núna:

1. Slepptu tökunum á því sem var: Að reyna að endurgera jólin eins og þau voru getur verið erfitt en þú verður að sætta þig við að líf þitt hefur breyst og það munu hátíðirnar líka gera. Það þýðir ekki að þær þurfi að vera einhverju verri en áður og geta jafnvel orðið enn betri.

Sjá einnig: Langar þig til þess að ýta á ,,endurræsa“?

2. Hættu að reyna að láta jólin vera fullkomin: Þú þarft ekkert að láta húsið þitt líta út eins og diskókúla eða vera með jólaseríur á þakkantinum og vandlega settar í hvern glugga til þess að jólin þín verði góð. Jólin merkja ekki að þú þurfir að hafa húsið skreytt eins og áður. Umvefðu þig heldur æðislegu fólki sem þér líður vel með.

3. Gefðu þér leyfi til að vera lumma: Fyrstu jólin eftir skilnað geta verið erfið fyrir marga og það er ekki skrítið að það falli nokkur tár eða að það komi smá verkur í hjartað. Það sem áður fyrr tveir sáu um, sérð þú nú ein/n um. Það er bara frumlegt að hafa seríuna ekki fullkomlega upp setta og allt í lagi að húsið þitt líti ekki út eins og jólahúsið.

4. Gerðu eitthvað öðruvísi: Það er hvort eð er ekkert spennandi að gera alltaf allt eins um jólin. Notaðu því tækifærið og njóttu þess að þurfa ekki að gera þá hluti sem þér leiddist að gera um jólin. Þar sem skammdegið sér til þess að við sjáum ekki óhreinindin svo gaumgæfilega, notaðu þá tækifærið og slepptu því að skúra allt hátt og lágt, bleyttu tusku með Ajax og hentu á ofninn!

Sjá einnig: 10 leiðir til að fá líf þitt aftur

5. Fáðu þér hjálp: Hvort sem það felst í því að fá einhvern til að þrífa heima hjá þér eða að biðja einhvern um að aðstoða þig við að setja upp jólaljósinn. Það er líka allt í lagi að viðurkenna að þú getir ekki gert þetta allt ein/n. Með því að biðja um aðstoð getur þú búið þér til þess að gera eitthvað annað sem veitir þér gleði, eins og að borða smákökur í rólegheitum.

6. Ekki sitja bara heima: Ef þú situr of mikið heima aðgerðarlaus getur það orðið til þess að þú ferð að ofhugsa hlutina, sem er aldrei gott merki. Umvefðu þig góðu fólki, farðu í heimsókn, í verslunarmiðstöðina, á jólaskemmtanir, þar sem jólaljósin og tónlistin eru. Ekki hanga heima í sjálfsvorkunn og niðurrifi.

7. Dekraðu við þig:  Finndu þér eitthvað sem lætur þér líða vel. Farðu til dæmis í freyðibað og ef þú vilt, taktu með þér vínglas eða einn kaldan bjór. Komdu vel fram við þig og farðu í fót- eða handsnyrtinu. Það þarf ekki að vera dýrt og það krefst ekki að þú þurftir að hafa einhvern með þér í að gera það. Það mikilvægasta er að þú gefir þér eitthvað, einfaldlega vegna þess að þú átt það skilið.

Fyrstu jólin án maka þíns geta verið erfið, en taktu eitt skref í einu og mundu að ekkert þarf að vera fullkomið. Notaðu tækifærið og gerðu allt eftir þínu eigin höfði.

SHARE