Jóladagatalið okkar hér á Hún.is hefur heldur betur slegið í gegn og við erum svakalega sáttar við móttökurnar sem við höfum fengið þetta árið.
Í dag ætlum við að gefa gjöf frá Hrím sem er ein flottasta búð landsins að okkar mati. Hrím var fyrst opnað í Gilinu á Akureyri árið 2010. Stofnandi verslanarinnar, Tinna Brá Baldvinsdóttir flutti svo til höfuðborgarinnar og eru hönnunarhúsin í dag orðin 3 í Reykjavík. Tvær eru á Laugarvegi og ein er í Kringlunni.
Gjöfin sem við gefum er geymslukrús frá Arne Jacobsen. Ótrúlega falleg og stílhrein.
Ef þú vilt eiga tækifæri á því að eignast þessa flott krús þarftu bara að skrifa hér fyrir neðan „já takk“ og þú ert komin í pottinn. Við drögum svo út einn heppinn í fyrramálið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.