Nú er komið í loftið nýtt app (farsímaforrit) fyrir iPhone og Android snjallsíma sem hjálpar Íslendingum að finna draumastarfið. Með appinu geta notendur vaktað ákveðnar starfsgreinar eða störf og fengið tilkynningar í tækið sittþegar auglýst er eftir fólki í þau störf sem er verið að vakta.
Í appinu geta notendur einnig lesið ráðgefandi greinar, m.a. hvernig best sé að búa sig undir atvinnuviðtal og hvernig á að búa til góða ferilskrá.
Það er hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur Software sem á og rekur Alfreð. Stokkur Software, sem stendur einna fremstþegar kemur að þróun hugbúnaðar fyrir snjallsíma á Íslandi, hefur til að mynda þróað öpp fyrir Domino‘s, Nova, N1, Neyðarlínuna, Íslandspóst, Reykjavík Excursions ofl.
Í dag eru yfir 100 laus störf auglýst í appinu í 9 starfsgreinum. Nánari upplýsingar um Alfreð má finna á heimasíðunniwww.alfred.is