DIY: Lampaskermar úr garni

Þessir stórkostlegu lampaskermir, nú eða boltar, eru æðislega flottir. Þú getur búið þér til skerm með lit að eigin vali og eina sem þú þarft er bolti, garn og venjulegt skólalím.

Sjá einnig: DIY: Legolampi – Myndir

Þú blandar saman lími og vatni í dollu. Setur síðan garn að eigin vali ofan í, bleytir í því og dregur garnið utan um boltann, þar til dokkan er búin. Hellir síðan smá af límblöndunni yfir boltann og lætur þorna í tvo daga. Eftir það er loftið tekið úr boltanum og þú ert komin með æðislegan lampaskerm, sem þú getur notað sem ljósakrónu eða lampa, nú eða eindaldlega sem skrautbolta.

Þú getur auðvitað notað fleiri en einn lit í skerminn eða jafnvel málað hann líka til að fá skemmtilegt útlit á skerminn.

 

SHARE