Ef þú sérð einhvern með svarta doppu í lófanum er það merki þess að viðkomandi sé þolandi heimilisofbeldis og hringja þarf strax á lögregluna.
Sjá einnig: „Ofbeldi er ekki svarið“ – 26 ára kona sem hefur búið við heimilisofbeldi
Svarta doppan á að standa fyrir það að viðkomandi þarf á hjálp að halda. Herförin “Black Dot Campaign” var komið af stað á Facebook til að vekja máls á þolendum heimilisofbeldis og til þess að láta fólk vita að einstaklingur sem er með svarta doppu í lófa sínum, þarf á hjálp að halda en getur jafnvel ekki borið sig eftir henni vegna þess að sá sem stendur fyrir ofbeldinu er nálægt.
Sjá einnig: 2 konur á viku deyja vegna heimilisofbeldis – Keira Knightley í átakanlegri auglýsingu – Myndband
Oft á tíðum fylgir ofbeldismanneskjan þolendanum í hvert fótmál, þar sem þolandinn getur með engu móti látið neinn vita af aðstæðum sínum eða hefur jafnvel ekki styrk til að leita eftir hjálp, vegna þess að þau eru hrædd við þær afleiðingar sem það hefur í för með sér.
Sjá einnig: Heimilisofbeldi er algengt – Á þetta við um þig?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.