Þessi pabbi er höfuðpaurinn í Wynberg fjölskyldunni frá Kanada. Nú síðustu árin hefur orðið aukning í að litlum álfi sé komið fyrir á heimilum til þess að fylgjast með því hvort börnin eru góð eða óþekk. Álfurinn fer síðan með þau skilaboð til jólasveinsins, en í þessari fjölskyldu er álfurinn fremur stór og ber nafnið FLE sem er öfugt við ELF og þýðir álfur.
Sjá einnig:Jólanærfatnaður fyrir herrana
Ljósmyndir hafa náðs af álfinum víðsvegar um hús fjölskyldunnar og ekki ber á öðru en að álfurinn sé fremur uppátækjasamur og skondinn karakter. Á hverjum degi í desember næst mynd af honum prakkarast á heimilinu og hver veit hvað hann tekur upp á næstu daga?
Hann situr oft upp á ísskáp og fylgist með
Hann gæti kúkað súkkulaði á smákökurnar ykkar
Hann situr uppi á hreindýri með rautt nef…
Sjá einnig:Uppáhalds jólamyndirnar
Hann er það óþekkur að til að hafa hemil á honum, þarf að binda hann niður – Best er að líma niður kvikindið!
Það er öruggara að hafa jólaseríuna vel festa, ef ske kynni að hann myndi hanga í þeim
Hann er gæti hrekkt þig með því að hanga öfugur fyrir utan gluggann
Það er enginn staður öruggur – Hann gæti komið niður reikháfinn!
Hveitiengill á stofugólfinu!
Hafið jóladagatölin á öruggum stað ef þið viljið ekki að þau séu étin af FLE!
Sjá einnig: Hvað tekur það jólasveininn langan tíma að gefa öllum í skóinn?
Hann gæti rústað jólatrénu einn daginn…
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.