Kardashian-fjölskyldan sendi lengi vel frá sér afskaplega skemmtileg og skrautleg jólakort – svona á meðan allt lék í lyndi. Kim Kardashian leyfði aðdáendum sínum að skoða fáein kort á heimasíðu sinni í gær. Ekkert var til sparað þegar kom að því að útbúa kortin. Fjölskyldan notaðist að sjálfsögðu við atvinnuljósmyndara, stílista og allskonar fagmenn til þess að jólakortin yrðu sem flottust.
Sjá einnig: Sjáðu eldhúsið hennar Khloe Kardashian