Lindsey Stirling er stórkostlegur fiðluleikari, hún hefur spilað á fiðlu frá fimm ára aldri og meðal annars komist í úrslit í X-Factor. Stirling tók upp fiðluna á lestarstöð fyrir ekki svo löngu og hóf að spila lagið Hallelujah, sem við hvað flest þekkjum. Fiðluleikur Stirling er gjörsamlega magnaður og gefur gæsahúð niður í tær – en fólkið á lestarstöðinni veitti henni þó litla athygli.
Sjá einnig: Æðislegur flutningur Ellie Goulding á laginu „How Long Will I Love You“
Stundum erum við jú svo djúpt sokkin í eigin hugsanir að við missum af fegurðinni í kringum okkur.