Jógvan Hansen er fæddur í Klakksvík í Færeyjum.
Hann varð orðinn vel þekktur í heimalandinu um tvítugt og átti plötur á toppi vinsældarlistans með hljómsveitum sínum Aria og Kular Røtur.
2004 fluttist Jógvan til Íslands til að starfa sem hárgreiðslumaður, en tveimur árum síðar hófst söngferill hans hér á landi þegar hann sló hann í gegn í X-Factor söngkeppninni sem sýnd var á Stöð 2. Þar vann hann hug og hjörtu þjóðarinnar og var krýndur sigurvegari með 70% atkvæða. Í framhaldi kom út fyrsta sólóplata Jógvans, sem hét eftir honum sjálfum. Meðal laga á plötunni var Rooftop, sem náði miklum vinsældum. Upp frá þessu hefur Jógvan látið að sér kveða í tónlistarlífi landans.
Jógvan keppir nú í undankeppni Eurovision með Stefaníu en þau flytja lagið ,,Til þín”.
Við fengum þennan snilling í nokkrar spurningar í Yfirheyrslunni hjá okkur!
Fullt nafn: Jógvan Hansen
Aldur: 34 ára
Hjúskaparstaða: í sambúð með Hrafnhildur Jóhannesdóttir
Atvinna: Söngvari / tónlistarmaður
Hver var fyrsta atvinna þín? að beita
Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? WOW man ég ? það er gott að þið báðuð ekki um mynd ! ég er alin upp með systur minni af mömmu.
Pabbi var alltaf á sjó svo þið geta rétt ímyndað ykkur hverskonar slys voru til.
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Örugglega…
Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Jú það er alveg búið að gerast.
Alveg eins og þear fólk er farið eftir klippingu hjá mér og ég er ekki búinn að heyra né sjá neitt í þeim aftur. Vitleysa !
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Öhhh jáá, gera ekki allir það ?? Ég hélt það vera venjulegt kurteisi hér á landinu.
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Ég hreinlega man það ekki. Sorry !
Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook
Seinasta sms sem þú fékkst? Hringi á eftir, er í tíma
Hundur eða köttur? Hundur
Ertu ástfangin/n? Já
Hefurðu brotið lög? Já
Hefurðu grátið í brúðkaupi? Nei
Hefur þú stolið einhverju? Já
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Ég er ekki viss hvort ég mundi breyta einhverju. Það er ekkert atriði í lífi mínu sem ég er ekki búinn að læra eitthvað af.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Ég er alveg með eftirlauna tímabili mitt á hreinu.
Ég ætlað að opna ,,Rakarastofa Jógvans ” .
Þar mega bara karlar koma í klippingu og bara vinir mínir.
Það verður bara á staðnum. Karlarnir koma aður hverja viku í klippingu.
Verða samt að sitja í stólnum hjá mér í einn klukkutíma hvert skiptið.
Mjög ódýr klipping, nóg til að reka húsaleiguna og staðinn.
Ég hlakka til að fara og opna staðin !
Hér má heyra lagið sem Jógvan flytur í undankeppninni
http://www.ruv.is/annad-undanurslitakvold/900-9905-til-thin