Forræðisdeila: Madonna tók símann af Rocco

Mikil umræða hefur verið um forræðisdeilu Madonnu og Guy Ritchie um son þeirra Rocco(15). Madonna er mjög strangt foreldri og tekur börnin sín mikið með sér á tónleikaferðalög, en þegar henni fannst síminn vera að trufla lærdóm Rocco of mikið, tók hún símann af honum. Rocco fannst það vera síðasta stráið og fór til föður síns í Bretlandi og neitaði síðan að koma heim aftur, því hann kýs frekar að búa með föður sínum, stjúpmóður og þremur yngri systkinum.

Sjá einnig: Sonur Madonnu vill ekki búa hjá henni

Modonna er mjög ósátt við fyrirkomulagið, þar sem Rocco getur leikið lausum hala í Bretlandi og verið mun agalausari en í New York. Heimildarmaður sem tengist Guy segir að í Bretlandi geti hann fengið að vera frjálsari og gert það sem hann vill og  talað við stelpur, án þess að vera eltur af blaðamönnum og ljósmyndurum. Rocco segir sjálfur að hann eigi erfitt með að tengjast öðru fólki þegar hann er í New York eða á tónleikaferðalagi, svo hann kjósi frekar að vera hjá föður sínum, þar sem hann fær að spila á gítarinn sinn að vild langt fram á nótt.

Guy Ritchie hefur ráðið sér góðan lögfræðing og ætlar sér að fara í harða forræðisdeilu á móti söngkonunni, til þess að sjá til þess að sonur þeirra muni eiga heima hjá honum. Áætlanir um að Rocco færi aftur til Bandaríkjanna yfir hátíðirnar til þess að ræða málin við móður sína, urðu að engu og hefur Madonna verið mikið í því að birta alls kyns myndir af þeim saman á samfélagsmiðlum. Sumir segja að hún sé að beita samviskuleikjum á son sinn með því að birta jafnvel vandræðalegar myndir af honum, en hann er ennþá staðfastur á að vera í Bretlandi.

Sjá einnig: Madonna brotnar niður á tónleikum vegna hörmunganna í París

mad1

Sjá einnig: Madonna sökuð um að þræla út ættleiddum börnum sínum

 Madonna (1)

Madonna-has-posted-another-family-snap-in-the-middle-of-a-court-row-over-son-Rocco-631663

ta0d40f4_0

unnamed

SHARE