7 atriði sem menn heillast af og vita varla af því

Þetta á auðvitað ekki við um alla menn, en vísindamenn hafa rannsakað þetta kynslóð eftir kynslóð. Rannsóknirnar hafa verið gerðar á fjöldanum öllum af karlmönnum í gegnum tíðina og nú er hægt að gera ráð fyrir að nokkur atriði standist svona nokkurn veginn.

Sjá einnig: Okkur finnst við minnst aðlaðandi á mánudögum

Vitanlega er galdurinn ekki allur kominn í ljós, því stundum sér maður dæmi um pör sem vekja hjá manni hugsanir um það hvað viðkomandi sér við aðra manneskju en líkur eru á því að hún hafi eitthvað af þessum eiginleikum.

Screen Shot 2016-01-07 at 12.38.11

Sjá einnig: Hvað finnst honum um ólétta líkamann þinn í raun?

1. Há rödd:  Eins og svo mörg dýr í náttúrunni hefur mannskepnan mökunarköll. Hljóðin frá konu geta gefið karlmönnum vissa vísbendingu. Könnun sem gerð var í London sýndi að menn tengja háa og mjóróma rödd við unga konu með smáan líkama.

2. Mjaðmir: Mjaðmirnar ljúga ekki og vísindin eru sammála. Kannanir sýna að mjórra mitti en mjaðmir gefa karlmönnum til kynna að konan er heilbrigður og frjósamur maki. “Með mjaðmir til að ganga með barn” og fyrirfinnst sú túlkun í mörgum menningum.

3. Bros: Að brosa getur haft gríðarleg áhrif. Menn laðast meira að brosandi og hamingjusömum konum. Sama könnun leiddi þó í ljós að það hefur einmitt öfug áhrif þegar kemur að konunum, því konum áttu það til að finnast menn sem voru skælbrosandi minna áhugaverðir, en þeir sem voru alvarlegir.

4. Heilbrigt hár: Konur þurfa kannski ekki að vera eins og Garðabrúða, en hár getur gefið sterka vísbendingu um heilbrigði konunnar. Næring spilar mjög mikið hlutverk í heilbrigði hársins, svo ef konan er að borða rétt og nóg, þá er hún með fallegt hár. Enn og aftur er heilbrigði og frjósemi eru mjög mikilvægir eiginlegikar fyrir menn.

Sjá einnig: Kynþokkafyllsti hreimur í heimi?

5. Að klæðast rauðu: Rannsókn sem gerð var í Bretlandi gefur til kynna að konur sem klæðast rauðu séu tilkippilegar fyrir karlmenn, sem gerir konur sem klæðast rauðu meira aðlaðandi fyrir þá.

6. Minni farði: Það kemur kannski ekki á óvart, en karlmenn vilja að konur noti minni farða. Þó að konur forðist það oft að fara inn í daginn án farða, þá gæti verið góð hugmynd að minnka aðeins magnið sem borið er á. Könnun sýndi fram á að karlmenn vilja að meðaltali að kona noti um það bil 30-40% minni farða. Margar konur halda að mönnum finnist þær vera meira aðlaðandi málaðar, sem er ekki rétt samkvæmt þessu.

7. Langir handleggir: Við hefðum kannski haldið að langir leggir væru meira aðlaðandi en langir handleggir, en það er ekki rétt. Áströlsk rannsókn gefur til kynna að handleggir séu mikilvægari þáttur þegar kemur að aðdráttaraflinu. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna, en talið er að þeir spili meira hlutverk í sameiningunni.

SHARE