6 ástæður til að sofa EKKI með farða

Það er ekki gott að sofa með farða, það eru flestir sammála um það.  Samt sem áður eru alltof margar stúlkur og konur sem sofa með farðann. Venjuleg stúlka á vegum Daily Makeover fór á stúfana og grennslaðist fyrir um það hvers vegna það er ekki mælt með því að sofa með farða.

1. Það fer illa með alla húðtýpur

Ef þú hefur staðið í þeirri meiningu að það sé bara slæmt fyrir fólk með þurra/feita húð að sofa með farða er það rangt. Dennis Gross, húðsjúkdómalæknir segir að það séu ein stærstu mistök sem kona getur gert að sofa með farðann.

2. Það flýtir fyrir öldrun húðarinnar

„Stórar agnir og litarefni úr farðanum brotna niður yfir daginn og hafa komist í snertingu við mengun og bakteríum, myglu og smádýrum úr umhverfinu. Allt þetta kemur í veg fyrir að húðin nái að endurnýja sig ef farðinn er ekki tekin af fyrir nóttina,“ segir Jeannette Graf, húðsjúkdómalæknir.

3. Svitaholurnar verða miklu stærri

Ef þú sefur með fara stíflarðu svitaholurnar og olían lokast inni í húðinni. Þetta gerir það að verkum að bakteríur safnast fyrir og þú færð bólur, útbrot og stórar svitaholur.

4. Þú getur misst augnhár

Ef þú sefur með augnfarða yfir nótt fer það ekki vel með augnhárin. Maskarinn gerir augnhárin stökk svo þau brotna auðveldlega og geta jafnvel losnað upp með rótum.

Sjá einnig: 5 atriði sem þú VERÐUR að hætta – Farðinn

5. Ódýr farði gerir þetta enn verra

Ekki reyna að spara vörur sem þú setur á andlitið þitt. „Þegar á heildina er litið eru snyrtivörur sem keyptar eru í snyrtivöruverslunum mun betri en þær ódýrari. Þær endast betur, smitast minna og eru mildari fyrir húðina,“ segir Divine Caroline.

6. Þú ert aldrei með mjúkar varir

Ef þú sefur með farðann verða varir þínar þurrar og sprungnar. Ef þú ferð oft í rúmið með varalit munu varir þínar aldrei vera fallegar. Það er staðreynd.

 

 

Heimildir: womendailymagazine
SHARE