Íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir vakti mikla athygli á rauða dregilinum á National Television Awards í London á miðvikudagskvöldið.
Hin hæfileikaríka leikkona leikur í bresku þáttunum Poldark sem eru framleiddir af BBC. Heiða hefur gert samning um að leika í þáttunum næstu fjögur til fimm árin en þættirnir njóta mikilla vinsælda og að jafnaði horfðu um 7 milljónir Breta á fyrstu þáttaröðina.
Sjá einnig: Glæsileiki á Glamour-verðlaununum
Leikkonan klæddist aðsniðnum kjól úr velúr á miðvikudagskvöldið en Heiða var stór glæsileg að vanda.
Leikkonan mætti ásamt mótleikara sínum Aidan Turner en hann leikur einmitt herra Poldark. Þau stigu á svið saman og veittu verðlaun fyrir bestu nýju dramaþáttinn.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.