Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian sást á föstudaginn ásamt systrum sínum, Kourtney og Kylie Jenner, í Calabasas í Kaliforníu við tökur á Keeping Up With The Kardashians.
Sjá einnig: Khloe Kardashian: Besta hefndin er flottur líkami
Khloe klæddist ljósbrúnum þröngum kjól en hún hafði ekki gert sér grein fyrir því að kjóllinn væri gegnsær. Það skipti þó ekki miklu máli fyrir Khloe þar sem hún er í þrusu formi en það vildi svo óheppilega til að ömmulegar aðhaldsnærbuxurnar sáust í gegnum kjólin.
Sjá einnig: Var einmana og vanrækti sjálfa sig
Breski fjölmiðillinn Dailymail.com fjallaði um þetta atvik eins og um stórslys hafi verið að ræða. Hún.is er langt því frá sammála Dailymail.com því Khloe var afar glæsileg þrátt fyrir að það hafi sést ömmunærbuxurnar.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.