Trevor Sullivan var eins og hver annar unglingur, en í heilt ár fór hann að halda því fram að hann væri veikur. Foreldrar hans héldu að þetta væri af völdum ofnæmis, vegna þess að hann eyddi miklum tíma utandyra og spilaði mikið fótbolta.
Í september árið 2014 var hann á fótboltavellinum, þegar hann segir að honum líði ekki vel. Foreldrar hans héldu enn og aftur að þetta væri ofnæmið, en var í raun vegna þess að hjarta hans var skyndilega að hætta að virka rétt. Hann var síðan greindur með alvarlegan hjartavöðvakvilla og þurfti að vera fluttur með þyrlu í skyndi á barnaspítala. Við tók árs bið eftir gjafahjarta, sem honum barst á ögurstundu.
Sjá einnig: Fékk að heyra hjarta dóttur sinnar slá í seinasta sinn
Aðgerðin gekk að óskum, en í raun var það ekki vitað fyrr en þau heyrðu fyrstu orðin hans eftir að hann vaknaði úr svæfingunni.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli í heiminum og er Trevor virkilega ánægður með það, þar sem hann vill gjarnan hvetja fólk til þess að íhuga að gerast líffæragjafar.
Sjá einnig: Hefur þú tekið afstöðu til líffæragjafar?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.