Hinn 16 ára gamli Ty Greer í Kanada slasaðist alvarlega þegar rafretta hans sprakk á meðan hann var með hann í munni sínum. Perry Greer, faðir drengsins, sagði að drengurinn hefði verið að fá sér „smók“ af rettunni þegar hún sprakk:
Það kviknaði í andliti hans og tvær tennur brotnuðu. Hann brenndist í koki og tungan er illa brennd. Ef hann hefði ekki verið með gleraugu á sér er möguleiki að hann hefði misst sjónina.
Sjá einnig: Hvað eldir þig jafn mikið og reykingar?
Alberta Health Minister wades into debate after e-cigarette explodes in teens face. https://t.co/sTtRGUcw2y#abpolipic.twitter.com/apKlGtFV1Z
— Michael Popove (@CHATTVMPopove) January 28, 2016
Ty á eftir að þurfa langan tíma til að jafna sig á meiðslum sínum.
https://t.co/HV8dKiR6To 16 yr old has received 1st/3rd degree burns to the face from e-cig after it exploded, why are these legal to minors?
— Cassandra Huber (@cassandrahuber0) January 29, 2016
Þetta er ekki einstakt tilfelli því maður í Þýskalandi missti nokkrar tennur seinasta laugardag þegar rafrettan hans sprakk í munninum á honum. Annar maður lenti í því að rafhlaðan í hans rafrettu sprakk í vasa hans. 15 ára gamall drengur missti 6 tennur þegar hans retta sprakk í munni hans.