Þetta myndband segir okkur að við getum ekki sett okkur inn í hugarheim annarra og gert okkur fyllilega grein fyrir því hver raunveruleg líðan þeirra er. Þó að þau virki glöð í bragði, getur það verið eina vopn þeirra til að láta ekki vanlíðan sína sjást. Þessi sem grínast og leikur á alls oddi, þessi sem segir alltaf að allt sé í góðu lagi, gæti jafnvel verið sá sem gefst upp einn daginn.
Sjá einnig: Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna 18- 25 ára
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.