Þegar kom að því að velja nafn á dóttur þeirra kom þeim saman um nafnið Lanesra. Þeim þótti það báðum einstaklega fallegt, rómantískt og framandi. En það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að eiginkona hans komast að sannleikanum á bak við nafn dóttur sinnar.
Sjá einnig:Pabbinn „photobombaði“ myndbandið þeirra
Lanesra er ARSENAL skrifað aftur á bak og þar með var komin ástæða fyrir nafnavalinu á barninu, þar sem faðirinn er eldheitur Arsenal stuðningsmaður, eða réttara sagt svo brjálaður aðdáandi að hann ákvað að skíra dóttur sína í höfuðið á liðinu.
Jæja, hann fær þó stig fyrir frumlegheit, en kannski ekki fyrir að blekkja konu sína í tvö ár. Það er á svona augnablikum sem við skulum taka okkur eina mínútu í að þakka fyrir Mannanafnanefnd Ísland, þrátt fyrir að margir telji tilvist nefndarinnar vera óþarfa. Hún kemur þó í veg fyrir að fótboltabullur skírir börn sín eftir uppáhaldsliði sínu.
Sjá einnig: Nafnaval – Nafn barnsins er ákvörðun foreldranna!
Er svona mikil ást og rómantík í einstöku fótboltaliði?
Sjá einnig: Þessi pabbi neglir þetta alveg!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.