Missti augað eftir svepp sem komst í augað með einnota linsum

Jacqueline Stone, frá Bretlandi keypti sér einnota linsur á netinu og var búin að nota þær í einn dag þegar ósköpin byrjuðu. „Mér leið ekki vel með þær og um kvöldið þegar ég ætlaði að taka þær úr mér var linsan í vinstra auganu föst við augað“. Hún fór til læknis og hann skaffaði henni augndropa. Ekki batnaði líðanin. Jacqueline sem er aðstoðarkennari fór á neyðarmóttökuna þar sem  hún fékk meiri augndropa. Nú var svo komið að gröfturinn vall úr auganu og að lokum var eins og augasteinninn opnaðist eða hreinlega spryngi. Kvalirnar voru óbærilegar og farið var með hana á sjúkrahús. Þar var henni gefið morfín sem náði þó ekki að deifa kvalirnar.

Þegar þessi ósköp höfðu gengið svona í rúman mánuð greindu sérfræðingar á Broomfield sjúkrahúsinu loks hvað olli þessu. Skaðvaldurinn var sveppur sem hafði sýkt augað og eyðilagt það. Álitið er að sveppurinn hafi komist í augað með linsunum.  Ekki var hægt að bjarga auga konunnar og varð að fjarlægja það sem eftir var af því.

 

Jacqueline keypti linsurnar frá Lenstore.co.uk   

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here