Íslensk Facebook síða auglýsir ólögráða stelpur en býður iPhone fyrir deilingar

Mikið hefur verið talað um íslenskar síður á facebook sem deila vægast sagt mjög vafasömu efni á samskiptamiðlinum.

Þessa dagana gengur þessi mynd á Facebook af iPhone síma sem sagður er í boði fyrir þá sem líka við síðuna og deila myndinni. Oft á tíðum virðist fólk ekki átta sig á því hverju það er að deila en í þessu tilfelli er um síðuna sem ber nafnið “Heitur rass elskan” og er að því er virðist að auglýsa stúlkur þar, mögulega án þeirra samþykkis.

heitur1-1

Hérna kemur fyrir persónuleg síða á Facebook frá stúlku sem fædd er 1997 og er hún auglýst á 2000 kr á tímann án frekari útskýringa.

 

[quote]þessi vildi að við myndum auglýsa starfsemi hennar og hún er bara 2000. kr á tímann[/quote]

HEITUR2-2

Hún.is vinnur nú að frekari heimildaröflun um starfsemi síðunnar og hefur sent ábendingu til lögreglu um málið.

Í kjölfar mikillar umræðu um nafnleynd þeirra sem halda úti síðum á Facebook með ólöglegu eða meiðandi efni virðast þessar síður hafa sótt í sig veðrið, en illmögulegt virðist vera að fá Facebook til að taka þær niður eða sýna nöfn þeirra sem að síðunni standa sem ætti að vera sjálfsögð krafa að fólk sem heldur úti málstað eins og nokkrar þær síður sem Hún.is hefur fjallað um og hafa verið mikið í fjölmiðlum komi fram undir nafni og axli ábyrgð á þeim skrifum sem þar fara fram.

Tengdar fréttir:

VIÐBJÓÐURINN & SORINN SEM VIÐGENGST Á FACEBOOK!

SJÁLFSKIPAÐUR HÓPUR HAKKARA REYNA AÐ TAKA NIÐUR HÚN.IS Í KJÖLFAR FRÉTTAFLUTNINGS AF HÚMORSÍÐU

ÍSLENSK KVENHATURSSÍÐA Á FACEBOOK

NETNÍÐINGARNIR ERU NORÐLENSKIR

ÍSLENSKUR ÁHUGALJÓSMYNDARI BIÐUR BÖRN AÐ AFKLÆÐAST FYRIR SIG

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here