Raunveruleikastjarnan Kim Karadashian er þekkt fyrir að gera ýmislegt til þess að vekja á sér athygli. Kim er nú stödd á tískuvikunni í New York og í gær fór fram hápunktur vikunnar að mati Kardashian-fjölskyldunnar, en þá frumsýndi Kanye West fatalínu sína Yeezy 3. Eitthvað hefur Kim ákveðið að breyta til áður en hún mætti á viðburðinn en dökku flétturnar sem hún hefur skartað undanfarið voru hvergi sjáanlegar.
Sjá einnig: Óförðuð Kim Kardashian í loðfeldi
Ljóshærð Kim heilsar upp á Anna Wintour.
Ánægð með sinn mann.