Það er varla til kona sem kannast ekki við þá skelfilegu upplifun að vera komin í sparifötin og jafnvel út úr húsi, þegar í ljós kemur að gat er komið á sokkabuxurnar. Hér er ráð sem lofar því að sokkabuxurnar verði sterkari og því verða minni líkur á því að þú lendir í hremmingum á versta tíma.
Sjá einnig: 6 hlutir sem mega aldrei fara í þurrkara
Þegar þú opnar pakka af nýjum sokkabuxum, skaltu bleyta upp í þeim og vinda örlítið. Því næst seturðu þær í poka og skellir þeim í frystinn yfir nótt. Frostið styrkir þræðina og gerir það að verkum að sokkabuxurnar verða sterkari og þess vegna minni hætta á því að þú gerir gat á óheppilegum tíma.
Sjá einnig: Skemmtileg og öðruvísi húsráð
Sjá einnig: 7 hlutir sem gott er að kunna í „neyð“
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.