Lamar Odom lætur njósna um Khloe Kardashain

Þó að raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian hafi hætti með körfuboltamanninum James Harden fyrir stuttu, er hún ekki formlega tekin saman við Lamar Odom aftur. Samkvæmt Hollywood Life hefur Lamar miklar áhyggjur af ástandinu og óttast um Khloe svona einhleypa. Odom vill nefnilega alls ekki sjá hana með öðrum karlmanni og fregnir herma að hann vilji hafa Khloe alfarið út af fyrir sig.

Sjá einnig: „Það væri draumur“ – Khloe útilokar ekki Lamar

Heimildarmaður Hollywood Life segir:

Lamar hefur miklar áhyggjur af Khloe, sérstaklega eftir að samband hennar og James endaði. Hann vill alls ekki sjá hana með öðrum karlmanni – hann ætlar sér að vera með Khloe. Lamar svífst einskis þessa dagana, hann hefur jafnvel gengið svo langt að láta njósna um Khloe.

1440025347_Khloe_and_Lamar_Divorce-600x400

SHARE