Jeremy Bieber, pabbi poppstjörnunnar Justin Bieber, trúlofaði sig í vikunni. Sú heppna heitir Chelsey Rebelo og var bónorðið að sjálfsögðu tekið upp og birt á YouTube stuttu síðar.
Sjá einnig: Justin Bieber fer út á lífið með mömmu sinni
Parið var í fríi á St. Barts þegar bónorðið átti sér stað og var ekki annað að sjá en Jeremy hafi komið Chelsey talsvert á óvart.
Justin var hvergi nálægt þegar atburðurinn átti sér stað en hann gæti hins vegar þurft að troða einu stykki brúðkaupi inn í yfirvofandi tónleikaferðalag sitt.