Veróníka Björk Gunnarsdóttir á litla dóttur og langaði að gera herbergi hennar að ævintýri. Veróníka er útskrifuð af listnámsbraut og er myndlistarkona og hef haldið 3 sýningar en segist samt bara vera byrjandi og er með myndlistarsíðu Veró Artista Creations á Facebook.
„Ég ákvað að gera herbergið hennar vegna þess að mér finnst svo mikilvægt að hún fái að upplifa sitt ævintýri á þann átt sem hún vil og sýna henni að það sem hún elskar eins og t.d. Dóru the explorer og er að það se hægt að gera ævintýri úr því á hennar svæði – herbergið hennar,“ sagði Veróníka í samtali við Hún.is.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessari breytingu. Þetta er æðislegt og það gæti hvert barn orðið ánægt með svona flott herbergi. Smellið á fyrstu myndina til að fletta á milli.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.