Það eru komnir tveir æðislegir nýir ilmir á markað sem eru báðir, á sinn hátt alveg einstakir. Sá fyrri sem mig langar að segja ykkur frá er The Key frá Justin Bieber. Þessi ilmur er hvetjandi og býður þér að opna hina endalausu möguleika drauma þinna. Lyktin er tær ávaxta-blóma-musk og vekur athygli hvar sem þú ert.
Ilmvatnsglasið sjálft er látlaust og fallegt með smá gylltu. Lykillinn, sem er vísað til í nafni ilmvatnsins, er á glasinu en það er hægt að taka hann af og nota sem skraut á armband, hálsmen eða lyklakippu.
Hér er auglýsingin fyrir ilminn en ilmurinn á að koma þér nær Justin Bieber en þú hefur nokkurn tímann komist. Ég myndi geta notað hann við nánast hvaða tækifæri sem er. Hann er alltaf við hæfi.
Hinn ilmurinn sem mig langar að segja ykkur frá er Riri sem er nýjasti ilmurinn frá Rihanna, en Riri er gælunafn söngkonunnar vinsælu.
Ilmurinn er stelpulegur og daðrandi ásamt því að vera alveg rosalega ferskur. Mér finnst þessi ilmur alveg einstaklega góður og ég myndi velja hann ef ég væri að klæðast ljósum fötum og léttari fatnaði en á köldum vetrarmorgni.
Glasið er svo flott, kvenlegt og elegant.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.