Skilgreiningin vítamín er venjulega notuð yfir lífræn efni sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að fá með öðrum hætti. Á síðustu árum hefur komið í ljós að líkaminn getur framleitt D-vítamín og því ætti frekar að kalla það próvítamín en vítamín.
D-vítamín er uppleysanlegt í fitu, þ.e. það skilst ekki út með þvaginu. Ekki má taka of stóra skammta af D-vítamíni því þá safnast það upp í líkamanum. Vítamínin sem eru uppleysanleg í fitu eru : A, D, E, K
Sjá einnig: Ert þú með vítamínskort?
Í lifur og nýrum breytist D-vítamínið í líffræðilega virk vítamín og það er virka D-vítamínið sem auðveldar upptöku kalsíums úr þörmunum, uppfyllingu beina og tanna og á þátt í því að kalsíum geymist í nýrunum. Kalsíum er lífsnauðsynlegt frumefni sem er mikilvægt fyrir marga líkamsstarfsemi.
Hvert er aðalhlutverk D-vítamíns?
- D-vítamín (kalsíferól) er nauðsynlegt fyrir kalsíum- og fosfatbúskap beina og tanna.
- D-Vítamín eykur þar að auki upptöku kalsíums úr þörmunum.
D- vítamín er mikilvægt fyrir jafnvægi kalsíums í blóðinu. |
Hvernig nýtir líkaminn D-vítamín?
Það er áríðandi að styrkur kalsíums í blóðinu sé jafn. Ef styrkur þess er of lágur í blóðinu, getur það m.a. valdið vöðvakrampa.
Hvað gerist ef of lítið er af kalsíum í blóðinu?
Ef of lítið er af kalsíum í blóðinu gefa nýrnahetturnar frá sér aukið magn paraþýroíð-hormóns sem örvar nýrun til að virkja D-vítamínið í nýrunum.
D-vítamínið sem virkjað er eykur svo kalsíummagnið í blóðinu með því að:
- draga kalsíum úr beinunum
- auka upptöku kalsíums úr þörmunum
- hefta kalsíum í nýrunum.
Kalsítónín hamlar kalsíumi frá því að losna úr beinunum. Þannig stýrir D-vítamínið ásamt skjaldkirtilshormóninu magni kalsítóníns í blóðinu en kalsítónín hamlar losun kalsíums úr beinunum.
Kalsítónín hamlar kalsíumi frá því að losna úr beinunum. |
- Áhrif á þarmana
D-vítamín bætir upptöku kalsíums og fosfats frá þörmunum. Kalsíum og fosfat eru undirstöðuefni tann- og beinvefja.
Sjá einnig: Hvernig lýsir D-vítamínskortur sér?
Í hvaða fæðu er D-vítamín?
- D-vítamín er í mjólkurvörum, eggjum og feitum fiski.
- D-vítamín er í miklum mæli í mjólk, eggjum, lýsi og líka í sardínum, makríl, þorskhrognum, síld, laxi og túnfiski.
- lítið er af D-vítamíni í fitusnauðum mjólkurvörum (t.d. undanrennu). Þess vegna er D-vítamíni víða bætt í fitusnauðar mjólkurvörur.
- í íslenskum mat er D-vítamín helst að finna í fiski, feitmeti, (smjörlíki, smjöri, olíum), kjöti, eggjum og mjólk og osti.
D-vítamín er fituleysanlegt og því verður að neyta þess með fituríkum máltíðum svo að líkaminn geti tekið það upp.
D-vítamín á að neyta með fituríkum mat. |
Vegna þess að D-vítamínið er uppleysanlegt í fitu, skilst það út í mjólkurfitunni í móðurmjólkinni.
Hvað má taka mikið af D-vítamíni?
Ráðlagður dagskammtur er 5 – 10 míkrógrömm (einn milljónasti úr grammi
Forðast ætti að taka inn meira en ráðlagðan dagskammt nema samkvæmt læknisráði.
Ef þess er gætt að borða venjulegan mat, með mjólk, eggjum eða fiski er engin þörf á því að taka inn D-vítamín.
Íslenskt mataræði tryggir um það bil 1½ – 4 míkrógrömm af D-vítamíni á dag.
D-vítamín brotnar ekki niður, eins og svo mörg önnur vítamín, við suðu eða steikingu en brotnar hins vegar niður við áhrif ljóss. Olía getur þó brotið niður D-vítamín.
Sjá einnig: Hvernig lýsir B12 vítamínskortur sér?
Getur líkaminn framleitt D-vítamín?
Líkaminn getur framleitt D-vítamín fyrir tilstilli sólarljóss.
D-vítamín er ekki eingöngu í fæðunni það verður líka til í húðinni fyrir tilstilli sólskins. Þegar sólin er hæst á lofti verður til mikið af D-vítamíni í húðinni en í skammdeginu er ljósið of veikt til að líkaminn geti framleitt sitt eigið D-vítamín.
Líkaminn getur framleitt D-vítamín fyrir tilstilli sólarljóss. |
Það D-vítamín sem verður til í húðinni er ekki alveg eins og það sem við tökum inn. Sem þýðir a&e th; það verður að gera það virkt í nýrunum og lifrinni. Nýrna- og lifrarsjúkdómar geta því dregið úr getunni til að mynda virkt D-vítamín í húðinni.
Hvað ber að varast?
Þeir sem þjást af óeðlilegri blóðkalsíumhækkun ættu ekki að taka inn D-vítamín.
Hverjum er hættast við D-vítamínskorti?
- Sjúklingum með nýrna- eða lifrarbilun (venjulega verður óvirkt D-vítamín virkt í þessum líffærum).
- Þeim sem fá lítið eða ekkert af eggjum, feitum fiski eða fituríkum mjólkurvörum.
- Áfengissjúklingum.
- Gömlu fólki sem býr við einhæfan kost og einangrun. Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á að D-vítamínskortur veldur oft beinbrotum roskins fólk vegna stökkra beina.
- Konum sem komnar eru yfir breytingaaldur.
Langtímanotkun ýmissa lyfja getur einnig aukið hættuna á D-vítamínskorti:
- kólestýramín-efnablöndur með auknu kólesteróli
- flogaveikilyf (m.a. fenóibarbítal)
- langvarandi notkun paraffínolíu gegn hægðatregðu
Hvernig lýsir D-vítamínskortur sér?
Hjá fullorðnum eru einkennin beinmeyra (osteomalacia), sem er sjúkdómur sem lýsir sér með truflunum í kalsíum- og fosfórbúskapnum. Sjúkdómurinn veldur því að beinin verða ekki nógu hörð vegna minni kölkunar í beinvefjunum. Það getur valdið:
- aflögun beinanna (beinþynning)
- tannskemmdum
- vöðvarýrnun
- brotum á kalksnauðum, stökkum beinunum
Ef börn fá sjúkdóminn beinmeyru áður en beinin eru orðin hörð, er sjúkdómurinn kallaður “enska veikin” eða rhachitis. Á grísku þýðir „rhachis“ hryggur og það vísar til þess að sjúkdómurinn aflagar hrygginn.
Þessi sjúkdómur, rhachitis er afar fágætur en hann veldur:
- hægari vexti þeirra beina sem eru í örum vexti
- að flötu höfuðbeinin hjá smábörnum verða mjúk eða þunn og lin viðkomu
- að börn verða hjólbeinótt eða kiðfætt því þegar þau fara að ganga þurfa beinin að bera þau. Sjúkdómurinn veldur því að beinin láta undan og verða sveigð til frambúðar.
Sjá einnig: 8 ástæður til að taka D vítamín
Hvernig er ráðin bót á D-vítamínskorti?
Skortur
Ef skortur er á D-vítamíni má bæta úr því með því að neyta meiri mjólkurmatar, fisks og eggjameiri fitu.
Beinmeyra
Við beinmeyru, sem orsakast af D-vítamínskorti, gæti læknirinn kosið að gefa blöndu af 20 míkrógramma D-vítamínskammti með 2 grömmum af kalsíum á dag.
Beinþynning
Við beinþynningu er oft gefin blanda af D-vítamíni og kalki
Hvers þurfa barnshafandi konur að gæta?
Heilbrigðisyfirvöld ráðleggja að brjóstmylkingum séu gefin 10 míkrógrömm af D-vítamíni á dag, frá því að barnið er hálfsmánaða gamalt fram til eins árs aldurs. Ráðlagt er að gefa þeldökkum börnum þennan skammt fram til tveggja ára aldurs.
Heilbrigðisyfirvöld mæla með því að brjóstmylkingar fái D-vítamín.Ef móðirin tekur inn D-vítamín skilst það út með móðurmjólkinni – það er barninu einnig nauðsynlegt.Á meðan konan er með barni getur of mikill D-vítamínskammtur hjá móður, t.d. vegna óeðlilegrar blóðkalsíumhækkunar, haft fósturskaða í för með sér. Hvernig lýsir of mikið D-vítamín sér?Mjög stórir D-vítamínskammtar auka kalsíummagn blóðsins. Of mikið kalsíum í blóðinu getur valdið:
Mjög stór skammtur D-vítamíns (t.d. 100 sinnum stærri en ráðlagður dagskammtur) getur smám saman valdið kalsíum-útfellingu í nýrum og blöðru og valdið nýrnasteinum. Aukið kalsíummagn í blóði þungaðra kvenna getur líka valdið fósturskaða með hjartavansköpun. Hverjir ættu ekki að taka D-vítamín?Þeir sem eru með of mikið kalsíum eða fosfat í blóðinu, ættu ekki að taka inn D-vítamín – hafa skal samband við lækni ef einhver vafi leikur á.
|
Fleiri greinar um heilsu má finna á
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.