Söngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom hafa hingað til reynt að halda sambandi sínu leyndu en sögusagnir um samband þeirra fóru á kreik í lok janúar, eftir að þau sáust láta vel að hvort öðru í samkvæmi eftir einhverja verðlaunahátíðina. Ekki er annað að sjá en að þau séu nú búin að staðfesta þetta meinta samband en Bloom og Perry eru saman í fríi á Hawaii og láta það lítið trufla sig þó að ljósmyndarar elti þau við hvert fótmál.
Sjá einnig: Hvað er að gerast á milli Katy Perry og Orlando Bloom?