Gagnlegar upplýsingar fyrir skurðaðgerð

Hvernig er aðgerðin undirbúin?

Oft þarf að fara eftir ýmsum viðhöfnum sem skipta máli varðandi aðgerðina sem þú ert að fara í. Sjúkrahúsið gefur þér leiðbeiningar um hvernig þú átt að bera þig að við undirbúning, við innlögn, hvað þú átt að muna að hafa meðferðis, hvað mun verða gert o.s.frv.

Hér eru ýmsar upplýsingar og ráð:

  • Allir, sem undirbúa skurðaðgerð, þurfa að hafa rætt við skurðlækni sem ákvarðar hvers konar aðgerð eigi að framkvæma.
  • Ekki er sama hvort aðgerðin er framkvæmd á göngudeild og sjúklingurinn fer heim samdægurs eða hvort um er að ræða uppskurð sem krefst spítalavistar.

Sjá einnig: Khloe: „Ég er pottþétt fylgjandi lýtaaðgerðum“

Hvernig undirbýr maður skurðaðgerð á göngudeild?

  • Ef aðgerðin er framkvæmd með staðdeyfingu er yfirleitt ekki þörf fyrir mikinn undirbúning eða rannsóknir.
  • Fyrir minniháttar staðdeyfða aðgerð spyr læknirinn um almennt heilbrigðisástand, hvort þú hafir ofnæmi, um lyfjaneyslu, tóbaks – eða áfengisneyslu. Læknirinn mun síðan hlusta hjarta og lungu og mæla blóðþrýsting. Upplýsingarnar eru skráðar á eyðublað sem svæfingarlæknir fer síðan yfir með tilliti til þess hvort þar sé eitthvað sem gætið valdið vandkvæðum í deyfingu.
  • Þegar sjúklingurinn er kallaður inn kemur hann fastandi þann dag sem aðgerðin á að fara fram.

Hvernig undirbýr maður skurðaðgerð sem krefst innlagnar?

  • Ef skurðaðgerðin krefst innlagnar er maður kallaður á sjúkrahúsið tveimur dögum áður til að láta skrifa læknaskýrslu. Blóðprufur eru teknar, hugsanlega hjartalínurit, hugsanlega röntgenmyndir af hjarta og lungum. Sumir þurfa að fara í aðrar ítarlegri rannsóknir fyrir aðgerðina.
  • Á legudeildinni býður hjúkrunarfræðingur þig velkominn og fræðir þig um aðgerðina.
  • Daginn fyrir aðgerðina mun svæfingarlæknir koma til þín á deildina og leggja á ráðin með þér um hvers lags svæfingu þú munir fá og hvernig hún fari fram. Þér verður hugsanlega boðin róandi tafla á aðgerðardaginn.
  • Fyrir aðgerð þarf sjúklingurinn að fasta í minnst 6 klukkustundir. Þetta á við um fasta fæðu, vökva og tóbaksreyk, þó er leyfilegt að taka inn morgunlyfin, sem hjúkrunarfræðingurinn lætur hann fá á aðgerðardaginn.

 

Sjá einnig: Alvöru draugur á yfirgefnum spítala

Hvað á að hafa meðferðis á spítalann?

  • Innlagnarbréf.
  • Dagleg lyf.
  • Hjálpartæki (gleraugu, heyrnartæki, eigin hjólastól o.m.fl.).
  • Snyrtivörur, inniskó, slopp, innifatnað (íþróttagalla) eða þess háttar.
  • Nafn, heimilisfang og símanúmer aðstandenda.
  • Góða bók, hugsanlega lítið sjónvarpstæki.
  • Hægt er að láta senda sér póst, dagblöð og tímarit á sjúkrahúsið.

Hvað á ég að gera varðandi lyfin að heiman?

  • Vertu að varðbergi ef þú tekur blóðþynningarlyf (Magnyl, Persantin, Marcoumar, Marevan),
  • Þú þarft hugsanlega að hætta að taka þau nokkrum dögum fyrir aðgerðina. Ef þú ert í vafa hafðu þá samband við deildina fyrir innlögn.
  • Þú átt að taka inn lyfin þín eins og venjulega fram að innlögn, nema þér sé sagt annað.

Hvað þarf læknirinn að vita?

  • Ef þú ert með hita eða hefur nýlega haft hita.
  • Ef þú ert slæmur af lungnateppu (chronic bronchitis).
  • Ef þú ert með astma og notar astmalyf eða nýrnahettuhormón.
  • Ef þér hættir til að fá andarteppu.
  • Ef þú ert með óreglulegan, hækkaðan blóðþrýsting.
  • Ef þú færð af og til hjartakrampa (angina pectoris) (sérstaklega ef hann á sér stað í hvíld).
  • Ef þú ferð í gegnum tímabil með óreglulegum púls.
  • Ef þú hefur áður fengið blóðtappa í hjartað eða heilann.
  • Ef þér hættir til að fá djúpa æðabólgu.
  • Ef þú hefur lyfjaofnæmi fyrir penisillíni.
  • Ef þú hefur áður haft slæma reynslu af deyfingu eða hefur vitneskju um að nánustu ættingjar þínir hafi lent í vandræðum þar að lútandi.
  • Ef þú vilt ekki blóðgjöf.

Hvaða áhætta er fólgin í aðgerðinni?

  • Skurðaðgerðum fylgir ævinlega einhver áhætta en yfirleitt er hún lítil eða í samræmi við umfang aðgerðarinnar.
  • Aðgerðum fylgir visst álag á hjarta, lungu og nýru og ef um er að ræða sjúkdóma í þessu líffærum er aukin hætta á að eitthvað beri út af.
  • Ef þú ert of þungur er meiri áhætta (Reiknaðu út BMI-vægi í kaflanumOffita).
  • Ef maður er með sýkingu ætti helst að meðhöndla hana og losna við hana áður en lagst er undir hnífinn.

 

SHARE